10% þéna yfir helming teknanna

Misskiptingin hefur aldrei verið jafn mikil og nú í Bandaríkjunum
Misskiptingin hefur aldrei verið jafn mikil og nú í Bandaríkjunum AFP

Þau 10% Bandaríkjamanna sem eru með hæstu tekjurnar þéna yfir helming þeirra tekna sem landsmenn unnu sér inn á síðasta ári. Misskiptingin hefur aldrei áður verið jafn mikil í Bandaríkjunum og nú, samkvæmt nýrri rannsókn tveggja hagfræðinga, Emmanuel Saez og Thomas Piketty.

Í frétt New York Times kemur fram að það eina 1% Bandaríkjamanna sem er með mestu tekjurnar þénaði yfir 20% af heildartekjum Bandaríkjamanna í fyrra. Er þetta eitt hæsta hlutfall tekna hjá svo litlu hlutfalli þjóðarinnar frá því bandarísk stjórnvöld fóru að innheimta tekjuskatt árið 1913.

Meðal skýringa á miklum tekjum þeirra tekjuhæstu er hátt verð hlutabréfa, aukinn hagnaður fyrirtækja og hækkun á fasteignaverði.

<a href="http://economix.blogs.nytimes.com/2013/09/10/the-rich-get-richer-through-the-recovery/?hp&amp;_r=0" target="_blank">Umfjöllun NYT</a>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert