Tæplega 100 látnir í Mexíkó

Fellibylurinn Manuel gengur nú yfir Mexíkó.
Fellibylurinn Manuel gengur nú yfir Mexíkó. AFP

Tæplega 100 eru látnir eftir fellibylinn Manuel sem nú gengur yfir norðvesturhluta Mexíkó. Þetta er þriðji fellibylurinn á örfáum dögum sem gengur yfir landið. Þá er 58 saknað eftir miklar aurskriður í bænum Guerrero.

Samgöngur eru úr skorðum og talið að nokkra daga taki að koma þeim í samt horf. Vegir eru í sundur og margir innlyksa.

mbl.is