Kennir stýrimanninum um strandið

Francesco Schettino, skipstjóri skemmtiferðarskipsins Costa Concordia
Francesco Schettino, skipstjóri skemmtiferðarskipsins Costa Concordia AFP

Skipstjóri skemmtiferðarskipsins Costa Concordia kennir stýrimanni skipsins um slysið sem varð til þess að það strandaði við strönd Ítalíu á síðasta ári. Francesco Schettino, skipstjóri skipsins, sagði fyrir rétti í dag að stýrimaðurinn hefði verið beðinn um að hægja á ferð skipsins en ekki farið eftir því. Þess í stað hefði hann haldið förinni áfram og stýrt skipinu í strand. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þrjátíu og tveir létust er skipið hvolfdi í janúar 2012. Skipstjórinn hefur verið ákærður fyrir morð, að valda skipbrotinu og yfirgefa því næst skipið. Hann segist aftur á móti hafa verið verður að blóraböggli, að sökum annarra hafi verið komið yfir á hann.

Rannsakendur málsins hafa áður sagt að tungumálaörðugleikar milli skipstjórans og stýrimannsins, sem er frá Indónesíu, gætu hafa átt þátt í slysinu. Siglingasérfræðingur sagði fyrir dómi að mistök stýrimannsins væru aðeins lítilvægur þáttur í atvikinu.

Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin taki nokkrar vikur. Verði skipstjórinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert