Castro kafnaði við sjálfsfróun

Ariel Castro.
Ariel Castro. HO

Ariel Castro,  maðurinn sem rændi, pyntaði og nauðgaði þremur konum í um áratug á heimili sínu í Ohio í Bandaríkjunum, framdi ekki endilega sjálfsvíg, eins og talið hefur verið. Nýjar upplýsingar hafa komið fram og benda til þess að hann hafi kafnað við sjálfsfróun.

Áður hafði verið greint frá því að Castro hengdi sig og að ekki léki vafi á því að um sjálfsvíg væri að ræða. Nú er komið í ljós að Castro var með buxurnar á hælunum þegar hann fannst látinn í klefa sínum. Bendir allt til þess að hann hafi reynt að fá úr því kynferðislega spennu að þrengja að hálsi sínum á meðan hann stundaði sjálfsfróun. Castro hafði vafið laki um háls sér og notaði krækju við glugga til að þrengja að hálsi sínum.

Þá hefur komið í ljós að fangaverðir fölsuðu skýrslur þess efnis að þeir hefðu litið reglulega eftir Castro. 

mbl.is

Bloggað um fréttina