Ósátt við þá ímynd sem dregin er upp

Bradley Manning/Chelsea Manning
Bradley Manning/Chelsea Manning

Chelsea Manning er ósátt við þá mynd sem dregin er upp af henni í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Manning, þeirri fyrstu sem birtist frá henni eftir að hún var sakfelld fyrir að hafa stolið gögnum frá bandarískum yfirvöldum og lekið þeim til WikiLeaks. Yfirlýsingin er birt í Guardian.

Chelsea Manning, sem áður var þekkt sem Bradley Manning, varar við því að það sé ekki rétt mynd sem hafi verið dregin upp af henni. Henni sé lýst sem friðarsinna sem berjist gegn stríði og meðvirkum aðgerðarsinna.

Manning segir að hún hafi ekki lekið hundruð þúsunda skjala bandarískra yfirvalda til WikiLeaks vegna þess að hún væri friðarsinni að eðlisfari. Heldur sé hún talsmaður þess að auka upplýsingastreymi og segist telja að bandaríska þjóðin þurfi að vera betur upplýst.

Chelsea Manning var dæmd í 35 ára fangelsi í ágúst fyrir að hafa lekið trúnaðargögnum bandaríska ríkisins. Hún segir að ástandið í herfangelsinu í Fort Leavenworth, Kansas, hafi komið sér illilega á óvart  þegar hún var flutt þangað.

Í síðasta mánuði hlaut Manning friðarverðlaun Sean MacBride árið 2013 fyrir ómetanlega baráttu hennar fyrir friði með því að upplýsa um stríðsglæpi Bandaríkjamanna.

Yfirlýsing og umfjöllun Guardian í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert