Grikkir geta ekki meira

AFP

„Grikkir hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna bug á kreppunni og það verður Evrópa að virða, segir Karolos Papoulias forseti Grikklands. Hann segir þjóð sína ekki geta gert meira.

Þetta kom fram í máli forsetans þegar hann hélt ræðu eftir hersýningu í Þessalónikíu í dag þar sem andspyrnu Grikkja við fasisma var minnst.

„Gríska þjóðin getur ekki gert meira.. þetta eru okkar skilaboð. Og þeir ættu að vita að við látum ekki undan kúgunum. Það höfum við aldrei gert,“ segir Papoulias, sem oft tuskar lánadrottna Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið, til í ræðum sínum.

Snemma í nóvember munu starfsmenn ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu fara yfir stöðu mála í Grikklandi en þar verður metið hvort lán upp á einn milljarð evra verður veitt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert