Byggingar skulfu á Taívan

Gervitunglamynd af Taívan.
Gervitunglamynd af Taívan. Ljósmynd/NASA

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6,3 skók Taívan í dag. Skjálftinn fannst vel í Taipei höfuðborg eyríkisins þar sem byggingar skulfu sem og víðar um það.

Fram kemur í frétt AFP að jarðskjálftinn hafi átt sér stað klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma en upptök hans voru í Hualien-sýslu í austurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert