Gripnir við að ræna minjagripum

Flak Costa Concordia.
Flak Costa Concordia. AFP

Breskur kafari er meðal þeirra fjögurra sem eru í haldi lögreglunnar á Ítalíu fyrir að hafa reynt að ræna minjagripum úr flaki skemmtiferðaskipsins Costa Concordia. Hópurinn var gripinn við þjófnaðinn.

Fólkið starfaði allt fyrir björgunarfélagið Titan sem hefur unnið að því að undirbúa skipið fyrir flutning af strandstað.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar kemur fram að lögreglan segi að til fólksins hafi sést á eftirlitsmyndavélum sem komið hefur verið upp við skipið. Lögreglan fór á staðinn og náði fólkinu er það kom úr köfun með poka meðferðis.

Björgunarfélagið Titan hefur rekið fólkið frá störfum.

Sjá frétt Sky í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert