Myndu styðja breytta aðild að ESB

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Meirihluti Breta myndi styðja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu ef kosið yrði um málið í þjóðaratkvæði ef breskum stjórnvöldum tækist að endurheimta völd frá stofnunum sambandsins fyrir ýmsum mikilvægum málum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtæki Yougov gerði samkvæmt frétt Reuters.

Fram kemur í fréttinni að 52% myndu greiða atkvæði með því að vera áfram í ESB á breyttum skilmálum en 28% á móti því. Ef kosið yrði nú án þess að samið hafi verið um að endurheimta völd frá sambandinu myndu jafnmargir kjósa með áframhaldandi veru í því og á móti henni eða 39%.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að þjóðaratkvæði fari fram í landinu um veru þess í ESB árið 2017 að því gefnu að flokkur hans, Íhaldsflokkurinn, vinni hreinan meirihluta á breska þinginu í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru í síðasta lagi árið 2015. Í millitíðinni hyggst hann semja við sambandið um breytta skilmála.

Frétt Reuters

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert