Aldan braut niður hús á örskömmum tíma

Margar myndir hafa verið sýndar af eyðileggingunni sem fellibylurinn Haiyan olli þegar hann gekk yfir Filippseyjar 8. nóvember. Fáar myndir hafa hins vegar verið birtar af því sem gekk á þegar Haiyan fór yfir eyjarnar. Þær eru þó til eins og þessar myndir sýna.

Myndirnar tók hjálparstarfsmaður í bænum Hernani. Þær sýna hvernig öldur gengu á land og brutu niður hús á örskömmum tíma. Maðurinn var staddur í tæplega 100 metra fjarlægð frá ströndinni.

Samkvæmt opinberum tölum er búið að finna 3.974 lík þar sem fellibylurinn fór um, en 1.186 er saknað. Talið er að um hálf milljón manna sé heimilislaus eftir hamfarirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert