Zimmermann handtekinn í kjölfar heimiliserja

George Zimmerman.
George Zimmerman. AFP

George Zimmerman, sem var sýknaður fyrr á þessu ári af ákæru um morð, eftir að hann skaut óvopnaðan 17 ára gamlan þeldökkan pilt til bana í litlum bæ í Flórída í fyrra, hefur verið handtekinn í kjölfar tilkynningar um heimiliserjur.

Zimmerman, sem er þrítugur, var handtekinn í borginni Apopka í Flórída og verður hann vistaður í fangageymslu að sögn lögreglu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Í október sl. var hann í haldi lögreglu um stund eftir að tilkynnt hafði verið um heimiliserjur á heimili fyrrverandi eiginkonu hans, Shellie. 

Zimmermann, sem sinnti nágrannvörslu í hverfinu sínu, var í júlí sl sýknaður af ákæru um að hafa myrt Trayvon Martin, sem var 17 ára, í febrúar 2012. 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu fyrir hvað Zimmerman verði kærður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert