Lífi fjöldamorðingjans verður ekki þyrmt

Joseph Paul Franklin
Joseph Paul Franklin

Ríkisstjóri Missouri Jay Nixon neitaði í gær að þyrma lífi fjöldamorðingjans Joseph Paul Franklin en taka á Franklin af lífi á morgun.

Franklin myrti Gerald Gordon úr launsátri í samkunduhúsi gyðinga í úthverfi St. Louis árið 1977. Alls myrti Franklin tuttugu manns en  var dæmdur fyrir átta morð. Hann var hins vegar einungis dæmdur til dauða fyrir morðið á Gordon. Franklin er kynþáttahatari og myrti fólk sem var svart á hörund eða gyðingar víðs vegar um Bandaríkin á tímabilinu 1977 til 1980.

Aftakan verður sú fyrsta í Missouri í tæp þrjú ár. Nixon sagði morðið á Gordon vera einungis eitt af fjölmörgum glæpum sem Franklin hafi framið í krafti kynþátta- og trúarhaturs. Hvatti hann Franklin til þess að hugsa til Gordons og fjölskyldu hans á dánarstundinni.

Verjandi Franklins, Jennifer Herndon, er ósátt við niðurstöðu ríkisstjórans verið notað við aftöku í ríkinu áður. Hún segir að Franklin, sem þjáist af geðklofa og ofsóknarranghugmyndum, sjái eftir glæpum sínum. Eins hafi hann breytt um skoðun á blökkumönnum eftir að hafa afplánað með nokkrum mönnum sem eru dökkir á hörund.

Fjármagnaði flakkið með bankaránum

Franklin var á þrítugsaldri er hann hóf að flakka um Bandaríkin fyrir 36 árum síðan. Fjármagnaði hann ferðalagið með 16 bankaránum. Auk morðanna og bankaránanna sprengdi hann upp samkomuhús gyðinga í Chattanooga í júlí 1977. Enginn særðist í sprengingunni en í kjölfarið fór hann að myrða fólk úr launsátri. Hann hefur játað á sig 20 morð. Flest fórnarlambanna hans voru pör af ólíkum uppruna, til að mynda karlmenn dökkur á hörund og konur hvítar á hörund.

Meðal þeirra sem Franklin hefur játað að hafa skotið og sært eru mannréttindafrömuðurinn Vernon Jordan og útgefandi Hustler, Larry Flynt. 

Vill að lífi árásarmannsins

Upplýsingar um geðklofa á Vísindavefnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert