Fjórir ákærðir í nauðgunarmáli

http://i.imgur.com/Qt8lrAE.jpg

Fjórir hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á nauðgun sem átti sér stað í Steubenville, Ohio, á síðasta ári. Meðal ákærðra er forstöðumaður skóla í Steubenville.

Forstöðumaðurinn Michael McVey, er ákærður fyrir að spilla sönnunargögnum, hindra framgang réttvísinnar og fölsun. Þá er þjálfari ruðningsliðsins, Michael Belardine, ákærður fyrir að heimila ungmennum undir lögaldri að neyta áfengis, hindra framgang réttvísinnar, fölsun og að ýta undir ólæti.

Lynnett Gorman, skólastjóri grunnskólans í Steubenville, er ákærð fyrir að láta farast fyrir að tilkynna misnotkun eða vanrækslu á barni.

Sá fjórði sem saksóknari ákærir er Seth Fluharty, glímuþjálfari og kennari. Honum er einnig gefið að sök að láta farast fyrir að tilkynna misnotkun eða vanrækslu á barni.

Ma'lik Richmond og Trent Mays voru sakfelldir fyrir hrottafengna nauðgun á 16 ára stúlku í Steubenville, Ohio. Umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið vakti mikla athygli.

Vorkennt fyrir nauðgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert