Vilja enn Pútín frá völdum

Einn meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sagðist á blaðamannafundi í Moskvu í dag enn vilja forseta landsins, Vladimír Pútín, frá völdum. Sagðist hún vilja fjármálajöfurinn Mikhail Khodorkovsky, sem einnig var náðaður á dögunum, á forsetastól.

„Hvað Vladimír Pútín varðar, hefur viðhorf okkar til hans ekkert breyst,“ sagði Nadezhda Tolokonnikova á blaðamannafundinum. 

„Við viljum enn gera það sem við vorum fangelsaðar fyrir, við viljum enn koma honum frá völdum,“ sagði hún á fundinum sem hún sat ásamt Mariu Alyokhinu, en þær fengu báðar sakaruppgjöf fyrir jólin. Þær fengu tveggja ára fangelsisdóm fyrir að flytja pönkbæn í kirkju.

Maria Alyokhina (t.v.) og Nadezhda Tolokonnikova á blaðamannafundinum í dag.
Maria Alyokhina (t.v.) og Nadezhda Tolokonnikova á blaðamannafundinum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert