Ræddi ekki formlega um Mandela

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ekki var minnst á nafn Nelsons Mandela á formlegum fundi sem Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, átti með P. W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, árið 1984 samkvæmt gögnum sem gerð voru opinber í dag. Thatcher bauð Botha á fund í Bretlandi til þess að ræða stefnu stjórnvalda í Suður Afríku gagnvart þelþökkum íbúum landsins.

Samkvæmt gögnunum, sem birt voru í dag 30 árum eftir fundinn í samræmi við lög, beitti Thatcher Botha þrýstingi vegna aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku en hins vegar var ekki minnst á Mandela. Þess í stað gerði Thatcher fangavist Mandela að umræðuefni í einkasamtali við Botha fyrir fundinn þar sem ekki var rituð fundargerð.

Fram kemur í minnisblaði sem John Coles, aðstoðarmaður Thatchers, ritaði eftir einkasamtalið að Thatcher hafi notað tækifærið til þess að ræða um hlutskipti Mandela. Botha hafi svarað því til að hann gæti ekki skipt sér af dómskerfinu í Suður-Afríku. Hins vegar kemur fram í gögnunum að Thatcher hafi ekki minnst á Mandela á formlega fundinum þrátt fyrir ráðleggingar frá breska utanríkisráðuneytinu um að gera það.

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert