Biður fjölmiðla um frið

AFP

Eiginkona Michaels Schumachers, Corinna, bað fjölmiðlafólk um að láta fjölskylduna í friði en eiginmaður hennar berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Grenoble.

Hún segir að það skipti hana og alla fjölskylduna miklu ef fjölmiðlar gæfu læknum tækifæri á að sinna starfi sínu sem og aðra starfsmenn sjúkrahússins.

Corinna biður fjölmiðlafólk um að yfirgefa sjúkrahúsið og styðja fjölskylduna með því að láta hana í friði.

mbl.is

Bloggað um fréttina