Segir Woody Allen hafa misnotað sig

Woody Allen og Mia Farrow með börnin. Allen heldur á …
Woody Allen og Mia Farrow með börnin. Allen heldur á Dylan Farrow.

Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir frá kynferðislegri misnotkun sem hún varð fyrir af hendi föður síns í opinskáu bréfi sem birtist á vef New York Times í gær. 

Bréfið hefur hún með spurningu sem hún beinir til lesandans: „Hver er uppáhalds Woody Allen myndin þín?“. Þá segir hún að lesandinn þurfa fyrst að heyra það sem í bréfinu stendur áður en hann gerir upp hug sinn. 

Í bréfinu segir hún ítarlega frá atviki sem átti sér stað á háalofti heimilis hennar þegar hún var sjö ára gömul. „Hann sagði mér að leggjast á magann og leika með rafmagnslest sem bróðir minn átti. Síðan misnotaði hann mig. Á meðan hann gerði það hvíslaði hann að mér að ég væri góð stelpa, þetta væri okkar leyndarmál og lofaði að fara með mig til Parísar og gera mig að stjörnu í kvikmyndum hans.“ 

Þá segir hún að svo lengi sem hún muni eftir sér hafi faðir hennar gert henni hluti sem hún hafi ekki viljað, en til þess að komast undan honum hafi hún gjarnan falið sig undir rúmi eða læst sig inni á baðherbergi.

Farrow segist ekki hafa gert sér grein fyrir afleiðingum þess að segja móður sinni frá misnotkuninni, en trúverðugleiki hennar var víða dreginn í efa.

Í lokin talar hún um að Allen sé lifandi sönnun þess að samfélagið bregðist fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis.

Fór frá Farrow fyrir dóttur hennar

Allen ættleiddi Dylan Farrow þegar hann var giftur móður hennar, leikkonunni Miu Farrow. Þau skildu árið 1992 þegar Allen tók upp við ættleidda dóttur leikkonunnar, Soon-Yi Previn. Í forræðisdeilu Allen og Miu Farrow taldi dómari að ófullnægjandi sannanir vera fyrir misnotkuninni. Allen hefur ávallt vísað ásökununum á bug, en hann hefur þó ekki enn tjáð sig um bréfið.

Allen er tilnefndur til þriggja óskarsverðlauna á næstkomandi óskarsverðlaunahátíð fyrir mynd sína „Blue Jasmine“. Í bréfinu segir hún Hollywood auka á þjáningar sínar, þar sem flestir þar líti fram hjá því sem við blasir. Leikarar lofi hann á verðlaunaafhendingum, sjónvarpsstöðvar sýni myndir hans og gagnrýnendur skrifi um verk hans.

Virkaði eins og segull á karlmenn

Dylan Farrow
Dylan Farrow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert