„Ég sá barnið mitt brenna“

Margir hafa komið að heimili barnanna í dag og skilið …
Margir hafa komið að heimili barnanna í dag og skilið eftir blóm. Skjáskot af Star Tribune

Fimm systkini létust er eldur kom upp á heimili þeirra í Minneapolis. Faðir þeirra er sagður á batavegi á sjúkrahúsi en hann átti sjö börn. 

Í viðtali við Star Tribune segir faðir barnanna, Troy Lews,  að hann hafi þurft að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns: Að velja hvaða börnum hann ætti að bjarga. Slíkt ætti ekkert foreldri að þurfa að gera.

„Ég vildi ná öllum börnunum mínum. Öllum börnunum. Ég vildi öll börnin mín,“ sagði hann. 

Eldur kom upp í húsinu á föstudag. Fimm systkini á aldrinum 8-19 ára létust. Tvö börn komust lífs af en eru enn í lífshættu.

Lewis stökk út um glugga á annarri hæð hússins er eldurinn kom upp. Hann hlaut áverka á baki. Engu að síður fór hann aftur inn í húsið til að reyna að bjarga börnum sínum.

Hann segist hafa verið eyðilagður er hann áttaði sig á því að hann gæti ekki bjargað þeim öllum.

Fyrst bjargaði hann níu ára dóttur sinni sem átti þá orðið mjög erfitt með að anda. Hann fór svo aftur út í húsið og reyndi i að bjarga átta ára gömlum sinni sínum. En það var um seinan.

„Hann var dáinn. Ég sá hann brenna. Ég sá barnið mitt brenna.“

Lewis segist þá hafa áttað sig á því að líklega væru tvö önnur börn, sem voru í sama herbergi og sonur hans, líka látin. Hann hafi því tekið þá ákvörðun að bjarga fimm ára dóttur sinni. 

Móðir barnanna lést fyrir nokkrum mánuðum og segir Lewis að börnin hafi enn ekki verið búin að jafna sig á þeim missi. 

Eldurinn kom upp á annarri hæð hússins. Þar var rafmagnsofn á gólfi og er hugsanlegt að eldurinn hafi kviknað út frá honum.

Eldsvoðinn er einn sá mannskæðasti sem orðið hefur í Minneapolis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert