Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi

Úkraínska þingið hefur samþykkt að sleppa Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi.
Úkraínska þingið hefur samþykkt að sleppa Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. SERGEI SUPINSKY

Úkraínska þingið samþykkti nú á tólfta tímanum að sleppa Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, úr fangelsi. Líklegt er talið að hún geti losnað úr haldi strax í dag.

Mótmælendur hafa á undanförnum dögum krafist þess að Tímósjenkó, sem er einn helsti stjórnarandstöðuleiðtoginn, verði sleppt úr haldi. 

Tímósjenkó var forsætisráðherra Úkraínu á árunum 2007 til 2010. Eftir að Viktor Janúkóvítsj var kjörinn forseti var hún ákærð fyrir að hafa misbeitt valdi sínu í tengslum við gassamning sem hún gerði við rússnesk stjórnvöld árið 2009. Hún var dæmd í sjö ára fangelsi árið 2011.

Fregnir herma að Janúkovítsj hafi flúið frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, til Kharkiv, sem er borg nálægt landamærum Úkraínu og Rússlands. Þar á hann fjölmarga bandamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Mercedes Benz 316
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016. Ekinn. 11.100 km. Hátt og lágt d...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...