Harður jarðskjálfti í Kaliforníu

mbl.is/Kristinn

Jarðskjálfti sem mældist 6,9 stig reið yfir norðurhluta Kaliforníu nú á sjötta tímanum að íslenskum tíma.

Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna reið hann yfir klukkan 5:18 að íslenskum tíma og eru upptök hans 77 km vestnorðvestur af bænum Ferndale og á sjö km dýpi. Ekki hafa borist upplýsingar af meiðslum á fólki eða skemmdum á húsum en jarðskjálftinn fannst allt til San Francisco, sem er í um 400 km fjarlægð frá Ferndale.

Flóðaviðvörunarmiðstöðin á Kyrrahafi tilkynnti í kjölfar skjálftans að ekki væri hætta á flóðbylgju vegna hans.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert