Fimm ríkustu eiga 28,2 milljarða punda

Frá London
Frá London AFP

Eignir fimm ríkustu fjölskyldnanna í Bretlandi eru meira virði heldur en eignir 20% þeirra Breta sem verst standa. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem Oxfam-mannúðarsamtökin hafa birt. 20% bresku þjóðarinnar eru 12,6 milljónir. 

Meðal helstu baráttumála Oxfam er að berjast gegn fátækt í heiminum og segja þau að eitt af því sem breska ríkisstjórnin ætti að eyða orku í sé að berjast gegn skattsvikum og hvort koma eigi á auðlegðarskatti á þá allra ríkustu. 

Í skýrslu Oxfam, Tale of Two Britains, kemur fram að eignir þeirra 12,6 milljóna Breta sem eiga minnst nemi alls 28,1 milljarði punda sem þýðir að hver þeirra á eignir upp á 2.230 pund.

Samkvæmt lista Forbes nema eignir fimm fjölskyldna: hertogans af Westminster, Davids og Simonar Reuben, Hinduja-bræðranna, Cadogan-fjölskyldunnar og fjölskyldu Mikes Ashley sem meðal annars á Sports Direct, 28,2 milljörðum punda.

Gerald Grosvenor, sjötti hertoginn af Westminster, á gríðarlegar eignir í Lundúnum og víðar. Oxfam metur eignir hans á 7,9 milljarða punda sem er meira það sem 10% Breta eiga samanlagt.

Í Guardian er haft eftir Ben Phillips hjá Oxfam að misskiptingin sé alltaf að aukast í Bretlandi þar sem þeir ríkustu verða ríkari á sama tíma og milljónir fjölskyldna eru að berjast við að láta enda ná saman.

Rannsóknin á auðæfum Breta kemur í kjölfar fyrri skýrslu Oxfam þar sem fram kemur að 85 milljarðamæringar eiga svipaðar eignir og samanlagðar eignir helmings íbúa á jörðinni eða 3,5 milljarða jarðarbúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Jöklar - Fyrsta sending 2018 - Opið fyrir pantanir til 15. janúar
Erum að taka niður pantanir fyrir fyrstu sendingu 2018. Húsin eru áætluð til af...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...