Höfnun Breta engu skilað

mbl.is

Öll þau mál sem Bretar hafa greitt atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins frá árinu 1996 hafa þrátt fyrir andstöðu þeirra verið samþykkt og í kjölfarið orðið að breskum lögum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain sem birtar voru í dag.

Fram kemur á fréttavef breska viðskiptablaðsins City A.M. í dag að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hafi bresk stjórnvöld greitt atkvæði gegn 55 málum í ráðherraráðinu síðastliðin 18 ár. Öll hafi þau hins vegar náð fram að ganga þrátt fyrir þá andstöðu og orðið að lögum í Bretlandi. Ennfremur kemur fram í niðurstöðunum að atkvæðavægi Breta í ráðherraráðinu hafi farið minnkandi samhliða stækkun Evrópusambandsins. Þannig hafi það verið 17,2% árið 1973 þegar Bretland gekk í forvera sambandsins en 8,2% á síðasta ári. Samhliða hafi breskum þingsætum á Evrópuþinginu fækkað um helming undanfarin 35 ár.

„Það er augljóst að áhrif Bretlands innan Evrópusambandsins eru ekki eins mikil og margir vilja telja okkur trú um,“ er haft eftir Matthew Elliott, framkvæmdastjóra Business for Britain, á vefsíðu samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert