Fundust látin á heimili sínu

Frá Amsterdam. Myndin er úr safni.
Frá Amsterdam. Myndin er úr safni. PHIL NIJHUIS

Fyrrverandi forstjóri hollenska bankans ABN Amro Group, Jan Peter Schmittmann, eiginkona hans og ein dóttir fundust látin á heimili sínu í bænum Laren, þrjátíu kílómetra frá Amsterdam, í morgun.

Lögreglan í Amsterdam greindi frá þessu en vildi ekki tjá sig frekar um dánarorsökina.

Hollenska dagblaðið AD sagði síðan frá því að elsta dóttirin hefði komið að þeim um morguninn og hringt umsvifalaust á lögregluna. 

Málið þykir hið dularfyllsta en talið er hugsanlegt að þau hafi verið myrt.

Hinn 57 ára gamli Schmittmann gekk til liðs við bankann ABN Amro árið 1983 og var ráðinn bankastjóri tuttugu árum síðar, eða árið 2003. Hann lét hins vegar af embætti í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008, þegar bankinn var þjóðnýttur. Hann er mjög þekktur innan hollenska bankageirans, að því er segir í frétt Bloomberg um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert