Danski þjóðarflokkurinn stærstur

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Danski þjóðarflokkurinn er með mest fylgi í aðdraganda kosninganna til Evrópuþingsins í Danmörku samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið A&B Analyse gerði fyrir vefsíðuna Altinget.dk

Samkvæmt skoðanakönnuninni er Danski þjóðarflokkurinn með 27% fylgi en var með 23% samkvæmt síðustu könnun. Næstur kemur Jafnaðarmannaflokkurinn með 23% og þá frjálslyndi flokkurinn Venstre með 21%.

Fram kemur á Altinget.dk að fylgisaukning Danska þjóðarflokksins komi í kjölfar mikillar umræðu um réttindi ríkisborgara annarra ríkja Evrópusambandsins í Danmörku en flokkurinn boðar stranga innflytjendastefnu.

Haft er eftir Catharina Sørensen hjá hugveitunni Europa að málflutningur Danska þjóðarflokksins hafi verið skýrari en hjá hinum flokkunum og snúið að þeim málum sem fólk hefði áhyggjur af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert