Friðargæslulið til Mið-Afríkulýðveldisins

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að senda um tólf þúsund manna friðargæslulið til Mið-Afríkulýðveldisins. Átök þar í landi á milli kristinna manna og múslima hafa vakið ótta meðal margra, þar á meðal Ban Ki-moon, framvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Hann hefur hvatt stjórnvöld og alþjóðasamfélagið til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, að því er segir í frétt AFP.

Í fundargerð öryggisráðsins kemur fram að tíu þúsund hermenn verði sendir til Mið-Afríkulýðveldisins og um 1.800 lögreglumenn.

Ban Ki-moon kom í óvænta heimsókn til Bangui, höfuðborgar Mið-Afríkulýðveldisins, seinustu helgi. Hann fundaði þar með nýjum forseta landsins, Catherine Samba Panza.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert