Páfi biður börn fyrirgefningar

Frans páfi heilsar hér ungum dreng sem er að koma …
Frans páfi heilsar hér ungum dreng sem er að koma til messu í Péturskirkjunni. AFP

Frans páfi hefur beðist fyrirgefningar á þeim skaða sem börn hafa orðið fyrir vegna barnaníðinga meðal kirkjunnar þjóna.

Afsökunarbeiðni páfa kom fram í útvarpi Páfagarðs í morgun en hann lét ummælin falla á fundi með samtökum barna innan kaþólsku kirkjunnar. Samkvæmt útvarpi Páfagarðs lýsir hann misnotkuninni sem siðferðilegum skemmdarverkum sem framin voru af mönnum kirkjunnar. Hann segir að viðurlögum verði beitt. Aldrei áður hefur hann kveðið jafn fast að orði gagnvart barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar.

Í síðasta mánuði varði Frans páfi þær aðgerðir sem kaþólska kirkjan hefur gripið til gagnvart kaþólskum prestum sem hafa orðið uppvísir að því að beita kynferðislegu ofbeldi. 

Páfi segist knúinn til þess að biðjast persónulega fyrirgefningar á þeim skaða sem þeir prestar hafi valdið börnum sem hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert