Umkringd af skæruliðum

Pulaar-þjóðin er innlyksa í þorpinu Boda í Mið-Afríkulýðveldinu. Auk Pulaar-fólksins komast múslímar sem búa í þorpinu hvorki lönd né strönd. Allt umhverfis bíða kristnir skæruliðar. Franskir og afrískir friðargæsluliðar gæta fólksins í þorpinu en útlitið er slæmt

Ólga er enn í landinu. 1,6 milljónir manna eru án nægilegs matar. Svo virðist sem viðvera alþjóðlegu friðargæsluliðanna hafi lítið að segja. Margir eru á flótta. Börn ganga ekki skóla og fá ekki nauðsynlegar bólusetningar.

Stríðið í Mið-Afríkulýðveldinu er nú aðallega á milli kristinna og múslíma. Bakara-hópurinn rændi völdum fyrir rúmu ári. Þeim var komið frá og bráðabirgðastjórn komið á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert