Gosið magnast og svæðið rýmt

Ubinas-fjall spúir ösku og reyk.
Ubinas-fjall spúir ösku og reyk. AFP

Stjórnvöld í Perú hafa rýmt svæði í nágrenni Ubinas-eldfjallsins sem tók að gjósa fyrir nokkrum dögum. Um 4.000 íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Reyk og ösku leggur yfir stórt svæði við eldfjallið.

Eldvirknin í fjallinu hefur aukist umtalsvert undanfarnar klukkustundir.

Stjórnvöld segja að gripið sé til þess að rýma svæðið til að tryggja öryggi fólks. Þá þarf einnig að flytja um 30 þúsund dýr frá svæðinu en um mikið  landbúnaðarsvæði er að ræða.

Ubinas er í um 1.200 kílómetra fjarlægð frá Lima, höfuðborg Perú. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í næsta nágrenni fjallsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert