„Ég veit ekki hvernig ég komst af“

„Ég veit ekki hvernig ég lifði þetta af,“ segir Dawa Tashi sem lenti í snjóflóði í hlíðum Everest-fjalls í dag. Þrettán fórust í flóðinu, allt serpar sem aðstoða vestræna fjallagöngumenn að komast á tindinn.

„Ég hlýt að vera heppnasti maður í heimi að hafa lifað þetta af,“ sagði Tashi í samtali við AFP. Eiginkona hans fagnaði honum á sjúkrahúsi þar sem hann liggur, en hún er gengin fimm mánuði á leið með þeirra fyrsta barn.

„Flóðið skall allt í einu á okkur. Þetta voru stórar blokkir af ís sem féllu fram og flugu alls staðar þar sem við vorum. Ég reyndi að hlaupa undan flóðinu, en það var enginn tími til þess.“

Grunnbúðir Everest eru í 8,848-metra hæð. Flóðið féll ofan við búðirnar í svokölluðum Kathmandu-jökli. Sumir kalla þetta svæði poppkornið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert