Varar við frekari refsiaðgerðum

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. DIMITAR DILKOFF

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði Rússa í gærkvöldi við frekari refsiaðgerðum, létu þeir ekki af aðgerðum sínum í austurhluta Úkraínu.

Hann ræddi við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, símleiðis og fordæmdi það sem hann sagði vera aðgerðaleysi rússneskra stjórnvalda. Hann hvatti ráðamann í Moskvu til að vinna að lausn á deilunni.

Bandarísk stjórnvöld hyggjast senda um 600 hermenn til Póllands og Eystrasaltsríkjanna á næstu dögum en tilkynnt var um áformin í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í frétt AFP um málið.

Hermennirnir koma flestir úr flugsveit landhersins en þeir hafa flestir dvalið á bækistöð bandaríska hersins á Ítalíu undafarin misseri. Næstu vikurnar munu þeir hins vegar vera við æfingar í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina