102 dæmdir í 10 ára fangelsi

Frá Egyptalandi.
Frá Egyptalandi. AFP

Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í dag 102 stuðningsmenn Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins, í 10 ára fangelsi, fyrir hörð mótmæli. 

Um miðjan apríl voru 120 stuðningsmenn hans dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir samskonar sakir. Í mars síðastliðnum voru 529 stuðningsmenn Morsi dæmdir til dauða fyrir morðtilraunir á lögreglumönnum í borginni Minya, sem er í suður­hluta Egypta­lands, þann 14. ág­úst í fyrra.

Í frétt AFP seg­ir að hundruðir stuðnings­manna Morsi hafi verið dæmd­ir í fang­elsi á sein­ustu mánuðum fyr­ir að taka þátt í óeirðunum. Yfir fimm­tíu manns létu lífið í átök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert