Ber ekki saman um hvað gerðist

Yara var aðeins átta ára.
Yara var aðeins átta ára. Skjáskot af Expressen

Pari sem er grunað um að hafa myrt hina átta ára gömlu Yöru í Karlskrona í Svíþjóð ber ekki saman um hvað gerðist kvöldið sem hún lést.

Þetta kemur fram á vef Expressen. Þar er haft eftir verjanda mannsins að hún viti einungis hvað hennar skjólstæðingur hafi sagt við yfirheyrslur en ekki hvað kom fram í máli konunnar. Verjandi konunnar hefur ekki viljað tjá sig um málið þar sem skjólstæðingur hans hafi óskað eftir því.

Yara verður krufin í dag og er vonast til þess að réttarrannsókn leiði í ljós hvað dró hana til dauða. 

Móður­bróðir Yöru og eiginkona hans eru grunuð um að hafa valdið dauða stúlkunnar og hafa þau setið í gæslu­v­arðhaldi frá 1. maí sl. Gæslu­v­arðhald yfir fólk­inu hef­ur verið fram­lengt til 16. maí nk.

Pernilla Åström, sak­sókn­ari í mál­inu, seg­ir að Yara hafi lík­lega verið lát­in þegar sjúkra­flutn­inga­menn komu að heim­ili henn­ar í Karlskrona í síðastliðið miðviku­dags­kvöld. Áður hef­ur komið fram að hún hafi verið úr­sk­urðuð lát­in á sjúkra­húsi. 

Åström staðfesti að marg­vís­leg­ir áverk­ar hefðu verið á líki stúlk­unn­ar. Hún vildi aft­ur á móti ekki staðfesta að eldri áverk­ar hefðu fund­ist á henni.

Líkt og mbl.is hef­ur greint frá virðist ekki hafa verið hugsað nógu vel um stúlk­una litlu. Hún fannst stór­slösuð í íbúð í Karlskrona og var úr­sk­urðurð lát­in á sjúkra­húsi skömmu síðar.

Stúlk­an kom ein til Svíþjóðar í fyrra sem flóttamaður frá Palestínu. Til stóð að for­eldr­ar stúlkunn­ar myndu einnig flytja til Svíþjóðar til að dvelja hjá dótt­ur sinni og hafði beiðni þess efn­is verið send sænsk­um yf­ir­völd­um.

Ná­grann­ar stúlk­unn­ar höfðu tekið eft­ir því að hún var stund­um illa klædd, þrátt fyr­ir að kalt væri úti. Hún var stund­um ein með tveggja ára dreng og ung­barn, þrátt fyr­ir að vera aðeins sjö og síðan átta ára. Þá haltraði hún og virt­ist vera með áverka á fót­un­um.

Var látin þegar sjúkrabíllinn kom

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert