Með 103 fugla í farangrinum

Konan var með fágæta fugla í farteskinu.
Konan var með fágæta fugla í farteskinu.

Þýsk kona freistaði þess í Venezúela að komast um borð í flugvél til Frakklands, en var stöðvuð á síðustu stundu vegna óvenjulegs farangurs.

Í ljós kom er töskur voru skoðaðar við brottför, að í farangri konunnar voru faldir 103 hitabeltisfuglar í haganlega til þess gerðum öskjum. 

Meðal fiðurfénaðarins voru fuglar sem eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu, að sögn yfirvalda í höfuðborginni Caracas.

Konan var kærð á staðnum fyrir „umfangsmikið og þaulskipulagt smygl“. Hún á yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi, að sögn saksóknara.

mbl.is