Stjórnarandstæðingar fagna herlögum

Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Taílandi fagna setningu nýrra herlaga í landinu. Þeir segjast þó ætla að halda áfram baráttu sinni við að koma núverandi ríkisstjórn landsins frá völdum.

Herlögin tóku í gildi í gærkvöldi. Þau auka völd hersins til muna en forsvarsmenn hans segja að gripið sé til lagasetningarinnar til þess að vernda lög og rétt í landinu.

Í til­kynn­ingu frá banda­rísk­um yf­ir­völd­um kem­ur fram að her­lög­in megi ein­ung­is gilda tímabundið og ekki draga úr lýðræði í landinu.

Stjórn­málakreppa hef­ur ríkt í Taílandi um nokk­urra mánaða skeið og fyrr í mánuðinum var Yingluck Shinawatra, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Taí­lands, rek­in frá völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert