Snekkjan fannst á hvolfi og mannlaus

Wikipedia

Þyrla frá bandarísku herskipi fann í gær breska snekkju sem verið hefur týnd undanfarna daga. Umfangsmikil leit stóð að snekkjunni, Cheeki Rafiki, en hún fannst á hvolfi um eitt þúsund sjómílur austur af Cape Cod í Massachusetts-ríki í Bandaríkjunum.

Fram kemur í frétt AFP að enginn af fjögurra manna áhöfn snekkjunnar hafi fundist en hana skipuðu fjórir Bretar sem höfðu mikla reynslu af siglingum. Þeir eru nú taldir af. Björgunarbátur snekkjunnar fannst í henni og hafði ekki verið átt við hann. Mennirnir voru á aldrinum 22-56 ára.

Snekkjan var á leið til Bretlands frá Karabíska-hafinu þegar leki kom að henni 16. maí síðastliðinn. Þá var hún stödd um 600 sjómílur austur af Cape Cod. Hún missti fjarskiptasamband daginn eftir.

Frétt mbl.is: Halda leitinni að mönnunum áfram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert