Mótmæltu valdaráni hersins

Margir Taílendingar fjölmenntu á götur Bangkok, höfuðborg landsins, í morgun og mótmæltu harðlega valdaráni hersins, þrátt fyrir að yfirmenn hersins hafi krafist þess að öllum kröfu- og mótmælagöngum yrði hætt.

Hermenn handtóku að minnsta kosti tvo mótmælendur, að sögn heimildarmanna AFP-fréttaveitunnar. Yfirmenn hersins höfðu meðal annars varað almenning við því að nota samfélagsmiðla til að „hvetja“ til óeirða.

Talsmaður hersins bað fólk um að sýna þeirri stöðu sem upp væri komin í landinu skilning og hætta öllum mótmælum. Leikreglur lýðræðisins virkuðu ekki sem skyldi eins og sakir stæðu.

Her­inn í Taí­land leysti í gær þingið frá störf­um og fól yf­ir­manni hers­ins alla laga­setn­ingu í land­inu. Þá staðfesti her­inn einnig að Yingluck Shinawatra, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins, hefði verið hand­tek­in. 

Her­inn mun ekki sleppa henni, eða öðrum stjórn­mála­mönn­um sem voru handteknir, úr haldi fyrr en eftir að minnsta kosti eftir viku.

Eins og kunn­ugt er hrifsaði her­inn til sín öll völd í land­inu á fimmtu­dag­inn. Yf­ir­menn hers­ins sögðu að vald­aránið hefði verið nauðsyn­legt til að draga úr póli­tískri spennu í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert