Mótmæla mótmælabanni í Nígeríu

Bring back our girls
Bring back our girls AFP

Fólk sem hefur tekið þátt í baráttunni fyrir því að yfir 200 skólastúlkur verði látnar lausar úr haldi Boko Haram-hryðjuverkasamtakanna í Nígeríu er komið að dómshúsinu í höfuðborg Nígeríu þar sem þess verður freistað að fá banni lögreglu við mótmælum hnekkt.

Í gær bannaði lögreglan í Abuja, höfuðborg Nígeríu, fólki að taka þátt í mótmælafundum og bar fyrir sig öryggisráðstafanir. Þeir sem hafa tekið þátt í baráttunni „Bring Back Our Girls“ eru ósáttir við ákvörðun lögreglu og segja hana ólöglega.

Liðsmenn Boko Haram rændu 276 skólastúlkum í bænum Chibok 14. apríl sl. Enn er 219 þeirra saknað og alþjóðleg leit stendur nú yfir að þeim.

Oby Ezekwesili og Hadiza Bala Usman hafa skipulagt mótmælagöngur í höfuðborginni síðustu 34 daga og segja þær að mótmælin hafi farið friðsamlega fram.

Ekkert verður af fyrirhuguðum mótmælum í dag en þess í stað ætlar hópurinn að mæta við dómshúsið í þeirri von að dómari hnekki ákvörðun lögreglu.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert