Hafa ekki fundið nein sönnunargögn

Lögreglan leitar nú Madeleine McCann í Praia da Luz.
Lögreglan leitar nú Madeleine McCann í Praia da Luz. AFP

Lundúnalögreglan Scotland Yard hefur nú staðfest að engin sönnunargögn sem gætu tengst hvarfi Madeleine McCann hafi fundist eftir átta daga leit í Portúgal.   

Lögreglan hefur leitað á þremur svæðum nálægt þar sem McCann hvarf árið 2007. 

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar hefur verið ákveðið að halda leitinni áfram. Jafnframt kom fram að það væri enn mikil vinna eftir og mun hún fara fram næstu vikur og mánuði.

„Starf okkar síðustu átta daga er hluti af þeirri áætlun að skoða alla möguleika á kerfisbundinn hátt. Leitin á þessu svæði nær bara yfir eina kenningu sem er að hún hafi verið myrt og grafin í nágrenni við þaðan sem hún hvarf.“

Segir jafnframt í tilkynningunni að farið sé eftir sama vinnuferli og hefði verið um mannshvarf í Englandi að ræða.

Svæðið sem leitað hefur verið á undanfarna átta daga er 60 þúsund fermetrar. Er þetta stærsta svæði sem Scotland Yard hefur leitað á utan Englands.

Madeleine McCann hvarf árið 2007.
Madeleine McCann hvarf árið 2007. -
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert