Hætta að syrgja Mandela

Mandela lést í kjölfar erfiðra veikinda þann 5. desember í …
Mandela lést í kjölfar erfiðra veikinda þann 5. desember í fyrra AFP

Fjölskylda suðurafrísku þjóðhetjunnar og fyrrverandi forsetans Nelsons Mandela hætti í dag að syrgja hann í tilefni þess að sex mánuðir eru liðnir frá andláti hans.

Athöfn fór fram á heimili fjölskyldunnar í bænum Qunu, en að sögn Zindzi, dóttur Mandela, markar hún endalok sorgartímabilsins. Við athöfnina voru svört sorgarklæði þriðju eiginkonu Mandela, Graca Machel, m.a. brennd.

Mandela lést 5. desember á síðasta ári í kjölfar erfiðra veikinda, en mikilfengleg jarðarför var haldin áður en hann var jarðsettur í heimabæ sínum Qunu við hlið barna sinna.

mbl.is