Dæmdir í sjö ára fangelsi

Þrír blaðamenn Al-Jazeera voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi hver fyrir að hafa birt rangar fréttir og stutt við Bræðralag múslíma, stjórnmálaflokk sem nú er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök, í Egyptalandi.

Þeir Peter Greste, Mohammed Fahmy og Baher Mohamed höfðu allir neitað sök í málinu. Níu aðrir sem voru dæmdir í dag voru ekki viðstaddir uppkvaðningu dómsins í Kaíró en hver þeirra var dæmdur í tíu ára fangelsi. Þrír þeirra eru útlenskir blaðamenn.

Blaðamenn dæmdir í dag

Peter Greste fékk í dag sjö ára dóm
Peter Greste fékk í dag sjö ára dóm AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert