Bein útsending frá Costa Concordia

Hægt er að fylgjast með því þegar skemmtiferðaskipið Costa Concordia er dregið á flot í beinni útsendingu.

Björgunaraðgerðin er flókin. Skipinu verður lyft upp og það flutt af strandstað. Það verður svo tekið í sundur í brotajárn.

Costa Concordia strandaði aðfaranótt 13. janúar árið 2012 við eyjuna Giglio. Skipstjórinn hafði breytt stefnu skipsins til að gefa fólki í landi tækifæri til að sjá það í návígi. 

Sjá umfjöllun Telegraph um björgunina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert