App hjálpar til við aksturinn

VisGuard er ekki aðgengilegt á iPhone sem stendur, en Android ...
VisGuard er ekki aðgengilegt á iPhone sem stendur, en Android notendur geta sótt forritið. EPA

Vísindamenn við háskólann í Jyvaskyla í Finnlandi telja sig hafa fundið aðferð til þess að koma í veg fyrir að ökumenn sendi sms-skilaboð undir stýri. Þetta kemur fram á vef Helsinki Times.

Lausnin felst í notkun smáforritsins VisGuard, en forritið sýnir blikkandi viðvörunarmerki á skjá símans þegar notandinn hefur starað á skjáinn of lengi. Forritið styðst einnig við staðsetningu og hraða bílsins auk upplýsinga úr myndavél símans til þess að sjá fyrir um mögulegar hættur á veginum.

Að sögn vísindamannsins Tuomo Kujala, sem er í hönnunarteymi VisGuard, hafa prófanir á forritinu sýnt að ökumenn sýna 15% meiri einbeitingu við aksturinn á meðan forritið er notað. Hann bætir þó við notkun forritsins sé varhugaverð að því leyti að ökumenn gætu lagt allt traust sitt á símann sinn og ekki fylgst sjálfir með veginum.

Hann telur bann við notkun farsíma við akstur hafi ekki skilað tilsettum árangri en samgönguyfirvöld í Finnlandi telja að meira en helmingur Finna noti símann sinn á meðan þeir keyra. Þriðjungur hefur viðurkennt að hafa sent sms undir stýri.

Í dag virkar VisGuard einungis á síma sem keyra Android stýrikerfið, en teymið vonast til þess að allar gerðir snjallsíma geti notast við forritið seinna á þessu ári.

mbl.is
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...