Hengdi sig í fangaklefa sínum

Michael Schumacher
Michael Schumacher AFP

Maður sem grunaður var um að hafa stolið og boðið til sölu sjúkraskýrslu ökuþórsins Michaels Schumacher fannst látinn í fangaklefa sínum í Zürich í dag. Hann hafði hengt sig.  

Maðurinn starfaði fyrir svissneska þyrlufélagið Rega sem annaðist flutning Schumachers frá frönskum spítala til Sviss í júní. 

Maðurinn var handtekinn í gær og yfirheyrður af lögreglu. Hann neitaði sök. Maðurinn fannst síðan látinn í klefa sínum í morgun þegar fangaverðir ætluðu að færa honum morgunmat en maðurinn átti að koma fyrir dómara í dag. 

Fyrir um mánuði röktu franskir saksóknarar IP-tölu tölvu sem notuð var við að nálgast sjúkraskýrslu Schumachers til þyrlufyrirtækisins. Forsvarsmenn Rega hafa þó alltaf neitað ásökununum. Þeir staðfestu þó að starfsfólk fyrirtækisins hefði fengið skýrslurnar í hendurnar en neituðu alfarið að þeim hafi verið stolið eða reynt að selja þau. 

Schumacher sem lenti í skíðaslysi í desember í fyrra var í meira en fimm mánuði á spítala í frönsku borginni Grenoble. Þaðan var hann fluttur til svissnesku borgarinnar Lausanne 16. júní síðastliðinn. Þar dvelur hann á einkasjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert