„Þau fá hann aldrei“

Pattaramon Chanbua og Gammy litli.
Pattaramon Chanbua og Gammy litli. AFP

Taílenska staðgöngumóðir Gammy litla hefur sagt við fjölmiðla að ástralskur faðir drengsins hafi „engan rétt“ til þess að fá Gammy til sín. Staðgöngumóðirin hefur ásakað föðurinn og konu hans um að skilja Gammy eftir í Taílandi vegna þess að hann er með Downs-heilkennið. 

Hinn sjö mánaða gamli Gammy hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Staðgöngumóðirin, Pattaramon Chanuba, segir að ástralska parið hafi reynt að neyða hana í fóstureyðingu eftir að upp komst fötlun Gammy. Hún hafi því neitað því og fætt Gammy og tvíburasystur hans í desember. Í kjölfarið tók ástralska parið aðeins tvíburasystur Gammy til Ástralíu en skildi Gammy eftir með staðgöngumóðurinni sem ætlar sér að ala hann upp. 

Athyglin á Gammy og máli hans minnkaði síðan ekki þegar að fréttir þess efni að ástralski maðurinn, David Farnell, sé dæmdur barnaníðingur.

Farnell og kona hans Wendy hafa nú birst í sjónvarpi og lýst því yfir að þau hafi viljað taka Gammy með sér en þar sem þau yfirgáfu Taílandi í snatri gátu þeir ekki tekið hann með. Voru þau hrædd um að missa Pipah, systur Gammy, ef þau myndu bíða lengur í Taílandi. 

„Við viljum fyrst og fremst sjá til þess að enginn get tekið Pipah frá okkur,“ sagði Farnell á sunnudaginn. Útskýrði hann jafnframt að þar sem að Pipah er fædd í Taílandi er hún ekki orðinn ástralskur ríkisborgari. „Þegar við erum fullviss um að Pipah verði hjá okkur getum við farið aftur til Taílands og reynt að ná í drenginn okkar.“

Pattaramon, sem er 21 árs, hefur þó lýst því yfir að áströlsku  hjónin muni aldrei fá Gammy til sín. „Það er þeim ómögulegt að fá barnið mitt. Sama hversu mikið hann berst fyrir því, þá eru engar líkur á að ég leyfi því að gerast,“ sagði Pattaramon í símtali við fréttaveituna AFP í dag. 

„Ef hann vill sjá barnið leyfi ég honum það, en hann hefur engan rétt til þess að taka hann frá mér. Þau fá hann aldrei.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert