Segir Farnell vera frábæran föður

David John Farnell ásamt eiginkonu sinni Wendy.
David John Farnell ásamt eiginkonu sinni Wendy.

Dóttir David Farnell, mannsins sem er faðir Gammy litla, hefur nú komið fram í fjölmiðlum og sagt að faðir hennar sé bættur maður og að mál hans sýni að kerfið virki. Farnell er dæmdur barnaníðingur. 

Dóttirin heitir Jane Farnell og heldur því fram að það að vera dóttir Farnell geri hana að heppnustu konu í heimi. Ástralska fréttasíðan news.com greinir frá þessu.

Farnell, ásamt konu sinni Wendy, hefur nú forræði yfir Pipah, sem er tvíburasystir Gammy. Hann býr nú í Taílandi ásamt staðgöngumóður sinni sem heldur því fram að Farnell og kona hans hafi skiliði Gammy eftir í Taílandi vegna þess að hann er með Downs-heilkennið. 

Vakti málið heimsathygli og enn fremur eftir að upp komst að Farnell væri dæmdur barnaníðingur. 

Parið hefur þó alltaf neitað því að hafa skilið Gammy eftir viljandi. 

Jane sagði í samtali við ástralska miðilinn Bunbury Mail að faðir hennar og kona hans eigi skilið að eignast fjölskyldu eftir að hafa reynt að eignast barn í næstum því tíu ár. 

Hún sagði jafnframt að Pipah væri mjög hamingjusöm stúlka sem gréti aðeins útaf tanntöku. 

Barnaverndaryfirvöld í Ástralíu eru enn að skoða mál Pipah og segjast ætla að sjá til þess að séð sé fyrir öryggi hennar. 

Jane sagði að dómarnir sem faðir hennar fékk á tíunda áratugnum, eftir að hafa brotið gegn þremur ungum stúlkum, hafi eyðilagt fjölskyldu hennar. 

„Faðir minn gerði hræðilegan hlut fyrir löngu síðan. En ég trúi á kerfið, þeir hefðu ekki hleypt honum út úr fangelsi ef þeir héldu að hann væri hættulegur,“ segir Jane sem var 14 ára þegar Farnell var hleypt út úr fangelsi. 

Hún sagði einnig að faðir hennar og kona hans hafi verið niðurbrotin þegar þau komu til Ástralíu án Gammy litla. Sögðu þau að það hefði verið nauðsynlegt að skilja Gammy eftir til þess að missa ekki Pipah. 

Jane varar fólk jafnframt við því að dæma í máli Gammy og Farnell fjölskyldunnar án þess að vita allar staðreyndir málsins. 

„Allir þeir sem hafa gengið í gegnum það að geta ekki eignast börn vita að það skiptir engu hvernig barnið er þegar það fæðist. Þú myndir ekki skilja það eftir viljandi,“ sagði Jane.

Gammy litli ásamt taílenskri staðgöngumóður sinni.
Gammy litli ásamt taílenskri staðgöngumóður sinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert