Óvissa um örlög rúmlega þúsund kvenna

Jasída kona í flóttamannabúðum í Kúrdistan.
Jasída kona í flóttamannabúðum í Kúrdistan. AFP

Lítið er vitað um örlög rúmlega þúsund íraskra kvenna sem skæruliðar Ríki íslam handsömuðu nýlega. Vitni segja að konurnar, sem eru Jasídar, hafi verið skipt í tvo hópa, yngri og eldri konur. Telja vitnin jafnframt að yngri konurnar muni verða látnar giftast skæruliðunum ef þær snúast til íslam. 

Vígasveitir Kúrda hafa undanfarna daga barist við Ríki íslam og nálgast nú Mósul. Þeir náðu til að mynda yfirráðum yfir Mósul-stíflunni af skæruliðunum en hún sér stórum svæðum í norður Írak fyrir vatni og rafmagni.

Jafnframt hafa loftárásir bandaríska hersins skaðað Ríki íslam mikið og voru það m.a. þær sem hvöttu Kúrdana til þess að ráðast á skæruliðana. 

Sýndu yngstu og fallegustu konunum mesta áhugann

Samkvæmt frétt The Independent hefur konunum verið dreift um norður Írak þar sem áætlað er að þær verði gerðar af eiginkonum skæruliðana. Sýndu skæruliðarnir yngstu og fallegustu konunum mestan áhuga og skipta konunum upp í hópa. Fyrst voru konur aðskildar frá körlum og svo yngri konur aðskildar frá eldri konum.

Eftir það var þeim boðið að velja á milli tveggja kosta. Þær sem velja að snúast að íslam munu lifa góðu lífi í sínu eigin húsi með múslimskum eiginmanni. Ef þær neita að snúast að íslam eru þær annað hvort settar í fangelsi eða myrtar. 

Þessar frásagnir koma frá Jasídum á flótta, vitnum og jafnvel konum í haldi skæruliðana sem hafa náð að hringja í ástvini sína með farsímum sínum. 

„Það er litið á konurnar sem trúníðinga og múslimum er bannað að giftast konu sem er ekki múslími,“ sagði Hoshyar Zebari, einn af foringjum Kúrda, sem þangað til fyrir stuttu starfaði sem utanríkisráðherra Íraks. Hann telur að um þúsund konur séu nú í haldi Ríkis íslam.

„Margir af skæruliðunum koma erlendis frá án þess að eiga eiginkonu. Því vilja þeir að konurnar snúist að íslam svo að þeir geti kvænst þeim,“ bætti hann við. 

Stjórnvöld í Írak halda því fram að 1500 konum hafi verið rænt af Ríki íslam og 500 mann hafi verið drepnir í grófum aðgerðum samtakanna í Sinjar svæðinu. Meirihluti íbúa þar eru Jasdíar, en sumir kristnir eða sjía eða súnní múslímar. 

Þegar að skæruliðar Ríkis íslam réðust á bæinn Sinjar, þar sem að jasídar eru í meirihluta, flúði fólk upp í Sinjar fjall. Þar voru þau föst í einhvern tíma en matarsendingar og aðstoð frá bandaríska hernum varð til þess að margir komust í öruggt skjól í síðustu viku. 

„Ég sé mikið af trjám“

Sumir náðu þó ekki að flýja. Meðal þeirra var frænka Haji Kirani sem ræddi við blaðamann. Hún bjó í Sinjar og var tekin ásamt dóttur sinni af skæruliðunum. 

Hún náði að hringja í frænda sinn og sagð honum að það væri að flytja hana í stórum bíl ásamt fleiri konum. Næstu daga hringdi hún nokkrum sinnum í frænda sinn og lýsti ferðalagi sínu. Fyrst var hún í fangelsi, síðan hóteli í Mósul og svo á einhverskonar „gangi“. 

„Ég sé mikið af trjám,“ sagði hún honum einn daginn. Nú hefur hún ekki hringt í nokkra daga og Kirani er áhyggjufullur. 

Samkvæmt öðru vitni hafa skæruliðarnir ekki neytt konurnar til þess að snúast til íslams, heldur beðið þær. „Þeir grátbiðja okkur,“ sagði ein kona sem náðu að hringja úr prísundinni. „Þeir lofa okkur hverju sem er. Þeir segja að þeir muni gefa okkur hús og að við munum lifa hamingjusamlega saman.“

Jasísa konur í flóttamannabúðum.
Jasísa konur í flóttamannabúðum. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert