Er hann morðingi og mannæta?

Réttarhöld yfir þýskum lögreglumanni, sem sakaður er um að hafa myrt mann sem hann kynntist á vef sem fólk með mannátsblæti sækir í meðal annars með óra um að gera klámfengin myndbönd tengdu mannáti, hófust í dag.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli en að sögn saksóknara myrti  Detlev Günzel, 56 ára, mann á heimili sínu í nóvember í fyrra. Hann skar síðan líkið niður í litla bita og gróf þá í garðinum. Morðið var með vilja og vitund fórnarlambsins.

„Hann myrti og sundurlimaði hann til þess að örvast kynferðislega og síðar fékk hann kynferðislega útrás við að horfa á myndskeiðið sem hann bjó til,“ sagði saksóknari í héraðsdómi í Dresden í dag. 

Günzel á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm hann verður fundinn sekur um morð og að hafa raskað ró hins látna.

Mennirnir kynntust í október í fyrra á vef þar sem slátrun og mannátsórar eru mjög áberandi. Yfir þrjú þúsund manns eru í áskrift á vefnum sem þykir sá besti í þessum fræðum. Með því að semlla á umræðubox geta áskrifendur gefið sig fram vilji þeir taka þátt í órum sem fari langt fram úr þeirra draumum.

Í fyrstu var talið að lögreglumaðurinn hafi borðað hluta líksins en ekkert hefur fundist sem bendir til þess. Günzel hefur dregið játningu sína til baka en hann játaði í nóvember að hafa myrt fórnarlambið, 59 ára Pólvera,  Wojciech Stempniewicz, með því að skera hann á háls.

Verjendur Günzels halda því fram að Stempniewicz hafi hengt sig í sérútbúnu pyntingarherbergi Günzels í kjallara á heimili lögreglumannsins. Í kjölfarið hafi Günzel hlutað líkið í sundur með hníf og rafmagnssög.

Við réttarhöldin í morgun fór Günzel yfir ævisögu sína og sagðist hafa alist upp á fallegu heimili ásamt foreldrum sínum. Hann hafi búið við gott atlæði í barnæsku og verið dekraður af öllum í fjölskyldunni. Günzel hafði verið kvæntur öðrum samkynhneigðum manni í tíu ár en þeir skildu fyrr á árinu. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi og ættleiddi dóttur fyrrum eiginmanns sín. Hann segist vera í góðu sambandi við fyrrverandi maka sína og börn og þau hafi öll heimsótt hann í fangelsið. Það hefur komið öllum á óvart það tvöfalda líf sem lögreglumaðurinn lifði, samkvæmt frétt AFP.

Í myndskeiði sem hann gerði og sýnt verður við réttarhöldin á að vera ansi gróteskt en það er 50 mínútur að lengd. Talið er að réttarhöldin standi yfir fram í nóvember og hafa um tuttugu vitni verið kölluð til, þar á meðal ekkja fórnarlambsins.

Stempniewicz, fjármálaráðgjafi sem bjó í Hanover, og Günzel höfðu verið í sambandi í gegnum tölvupósta, smáskilaboð og símtöl í nokkurn tíma áður en þeir hittust þann 4. nóvember. Günzel sótti hann á lestarstöð í Dresden og fóru þeir saman í hús sem hann átti í fjallabæ í Hartmannsdorf-Reichenau og endaði Stempniewicz ævi sína þar.

Þekkt mannætumál kom upp árið 2001 í Þýskalandi er mannætan Armin Meiwes játaði að hafa myrt, limlest og borðað lík elskuga sem hann hafði kynnst á netinu þegar hann auglýsti eftir fórnarlambi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2006. Við rannsókn á því máli komu upp á yfirborðið alls konar vefsíður þar sem fólk með mannætublæti bauð sig fram sem fórnarlömb við slíkt. 

Detlev Günzel,
Detlev Günzel, AFP
Detlev Günzel
Detlev Günzel AFP
Detlev Günzel
Detlev Günzel AFP
Leitað að líkinu
Leitað að líkinu AFP
F
F AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert