Brotið kynferðislega gegn 1.400 börnum árum saman

Umrædd brot áttu sér stað á 16 ára tímabili.
Umrædd brot áttu sér stað á 16 ára tímabili. AFP

Brotið var kynferðislega á að minnsta kosti 1.400 börnum í Rotherham á Englandi á milli áránna 1997 til 2013. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hefur verið birt.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að börn allt niður í 11 ára gömul hafi verið nauðgað af hópi fólks, þeim rænt, þau flutt á milli borga á Englandi auk þess sem þeim var ógnað og þau máttu þola barsmíðar. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins.

Skýrslan var unnin að beiðni borgarráðs Rotherham Borough. Í henni kemur m.a. fram að málið hafi í þrígang verið rannsakað. 

Borgarstjórinn Roger Stone hefur greint frá því að hann muni víkja þegar í stað. Stone, sem hefur verið við völd frá 2003, segist axla ábyrgð með þessu. 

Fréttaskýrendur segja málið skelfilegt. Fram komi í skýrslunni að borgarráðið og lögreglan hafi vitað um brotin án þess að aðhafast nokkuð. Fréttaskýrandi BBC segir yfirvöld hafi mögulega ekki trúað því sem þeim var sagt, gert lítið úr því eða ekki þorað að bregðast við þeim upplýsingum sem bárust.

Í skýrslunni segir eitt ungmenni að hópnauðgun hafi hluti af því að alast upp í Rotherham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert