Undirbúa frekari aðgerðir gegn Rússum

Leiðtogar Nató-ríkjanna ræddu í dag tillögur sem miðað að því að herða enn refsiaðgerðir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þetta kom fram í frétt BBC í kvöld.

Búist er við að efnahagsþvinganir í garð Rússa verði kynntar á morgun, en þá lýkur leiðtogafundi Nató sem hófst í Wales í dag. Í frétt BBC segir að aðgerðirnar beinist gegn fjármálakerfi Rússlands, orkuiðnaði Rússa og hergagnaframleiðslu.

Leiðtogar Nató við Petro Poroshenko forseta Úkraínu um hernaðarátökin og samskiptin við Rússland. Í yfirlýsingu fundarins kemur fram að hernaðarinngrip og aðgerðir Rússa í Úkraínu ógni öryggi Evrópu og séu brot á alþjóðalögum. Leiðtogarnir áréttuðu stuðning sinn við fullveldi og sjálfstæði Úkraínu og hvöttu rússnesk stjórnvöld til að láta af aðgerðum sínum og styðja friðsamlega lausn mála.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nató, ræðir við Petro Poroshenko, forseta …
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Nató, ræðir við Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. LEON NEAL
mbl.is