Loftslagssamstaða um allan heim

Loftslagsgöngur voru haldnar í 2.700 borgum og bæjum í 161 landi í dag og markmið þeirra er að fá ráðamenn til þess að axla ábyrgð í lofts­lags­mál­um. Er gang­an hald­in í tengsl­um við lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem hefst á þriðju­dag­inn í New York.

Í Reykjavík mætti töluverður fjöldi í gönguna en gengið var frá horni Frakka­stígs, Kára­stígs og Njáls­götu, rétt hjá sölut­urn­in­um Drek­an­um en skipu­leggj­end­ur göng­unn­ar nefna það svæði til gam­ans Dreka­svæðið. Lá gang­an að Skóla­vörðustíg og niður á Aust­ur­völl. 

Fjölmennustu göngurnar voru meðal annars í Manhattan þar sem fremstir í broddi fylkingar voru eftirlifendur fellibylsins Sandy. Mikið var um skemmtiatriði, listamenn léku listir sínar á strætunum og stórir vagnar, sem allir gengu fyrir bíódísil, óku um borgina, skreyttir litum göngunnar. 

Í Lundúnum voru gestir göngunnar um 40 þúsund, að sögn lögreglunnar. Gengið var framhjá þinghúsinu, Downingstræti (íbúð forsætisráðherra Bretlands) og orku- og loftslagsbreytingaráðuneytinu. 

Í Melbourne í Ástralíu mátti sjá bregða fyrir stóru líkneski af Tony Abbott, forsætisráðherra landsins, í göngunni. 

Í næstu viku munu 121 þjóðarleiðtogar hittast í New York og ræða loftslagsmál. Ekki eru allir þó spenntir fyrir fundinum, enda mun fundurinn ekki samþykkja neina formlega stefnu, eða hefja formlegar viðræður fyrr en á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fundur á vegum þeirra fer fram í Líma í Perú eftir tvo mánuði. Þar munu leiðtogarnir leitast við að ná samkomulagi um frekari takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Vonast umhverfisverndarsinnar til þess að samkomulag liggi fyrir eftir fundinn í Líma, og að hægt verði að samþykja stefnuna á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. 

Sjá umfjöllun The Guardian um göngur dagsins. 

mbl.is
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...